banner
   mán 22. mars 2021 23:44
Brynjar Ingi Erluson
Paratici: Ronaldo verður áfram hjá Juventus
Cristiano Ronaldo er ekki á förum
Cristiano Ronaldo er ekki á förum
Mynd: Getty Images
Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, segir að Cristiano Ronaldo verði áfram hjá félaginu en þetta staðfesti hann við Sky Sport Italia í dag.

Framtíð Ronaldo hefur verið í umræðunni undanfarin misseri en spænska félagið Real Madrid hefur áhuga á því að fá hann aftur til Spánar.

Ronaldo hefur skorað 30 mörk og lagt upp 4 í 34 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð en þrátt fyrir það hefur Juventus spilað illa á tímabilinu og útlit fyrir að liðið verji ekki titilinn í ár eftir að hafa unnið deildina níu tímabil í röð.

Ítalskir miðlar hafa greint frá því að Ronaldo vilji leita á önnur mið og reyna fyrir sér hjá öðru félagi en Paratici blæs á þær sögusagnir. Hann hefur staðfest við Sky Sport Italia að Ronaldo verði áfram í Tórínó.

„Við höfum ákveðið að halda Cristiano Ronaldo. Hann er besti leikmaður heims og hann verður áfram hjá okkur," sagði Paratici.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner