mið 22. apríl 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cannavaro: Asprilla borðaði listann með sektunum
Faustino Asprilla með athyglisverða tilburði.
Faustino Asprilla með athyglisverða tilburði.
Mynd: Getty Images
„Hann stóð upp og borðaði blaðið þar sem allar sektir leikmanna voru listaðar."

Fabio Cannavaro, fyrirliði heimsmeistara Ítalíu frá árinu 2006, rifjar upp skemmtilega sögu af Faustino Asprilla þegar þeir tveir léku saman hjá Parma.

Kólombíski framherjinn er frægur fyrir að vera viltur utan vallar en hann var hjá Parma á árunum 1992-96.

„Ég kom til Parma þegar ég var mjög ungur og liðið á þeim tíma lék virkilega til sigurs," sagði Cannavaro við Sky Sport Italia.

„Ég man að Lorenzo Minotti, þá fyrirliðið Parma, skrifaði niður allar sektir sem leikmenn þurftu að borga fyrir brot á ákveðnum reglum."

„Þegar það var komið að Asprilla að borga þá stóð hann upp og borðaði blaðið þar sem allar sektir leikmanna voru listaðar."

Athugasemdir
banner
banner
banner