Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. apríl 2020 08:45
Elvar Geir Magnússon
Coutinho nálgast Chelsea - Werner lærir ensku
Powerade
Fer Coutinho til Chelsea?
Fer Coutinho til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Tottenham vill fá Issa Diop frá West Ham.
Tottenham vill fá Issa Diop frá West Ham.
Mynd: Getty Images
Coutinho, Sancho, Werner, Bale, Jimenez og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum á síðasta vetrardegi. BBC tók saman.

Chelsea er nálægt því að tryggja sér brasilíska sóknarmiðjumanninn Philipp Coutinho (27) frá Barcelona. Coutinho er hjá Bayern München á lánssamningi. (Sun)

Jadon Sancho (20), leikmaður Borussia Dortmund, sem er sterklega orðaður við Manchester United var mjög nálægt því að fara á Old Trafford frá Manchester City 2017. (Mirror)

Timo Werner (24), sóknarmaður RB Leipzig og Þýskalands, hefur verið á enskunámskeiði en Liverpool og Chelsea hafa áhuga á að fá hann. (Mirror)

Sadio Mane (28), framherji Liverpool, var fúll út í Jurgen Klopp fyrir að styðja Virgil van Dijk opinberlega í baráttunni um Ballon d'Or gullknöttinn. Real Madrid hefur áhuga á Mane. (France Football)

Umboðsmaður Jorginho (28) segir að rætt verði um endurnýjun samnings leikmannsins við Chelsea. Sögusagnir voru um að miðjumaðurinn gæti elt Maurizio Sarri til Juventus. (Calciomercato)

Willian (31) fer líklega frá Chelsea í sumar en Juventus er líklegur áfangastaður. Þetta segir fyrrum þjálfari hans hjá Shaktar Donetsk, Mircea Lucescu. (Goal)

Ólíklegt er að Real Madrid geti gert einhver stór kaup í sumar og nú er talið að Gareth Bale (30) verði áfram. Samband Bale og Zinedine Zidane hefur verið sveiflukennt. (Sun)

Real er tilbúið að bjóða serbneska sóknarmanninn Luka Jovic (22) til Napoli til að lækka 70 milljóna punda verðmiðann á spænska miðjumanninum Fabian Ruiz (24) sem einnig er á óskalista Manchester City. (Mail)

Tottenham vill fá miðvörðinn Issa Diop (23) frá West Ham og mexíkóska sóknarmanninn Raul Jimenez (28) frá Wolves. Samtals gætu þeir kostað um 97 milljónir punda. (Football365)

Manchester City hefur áhuga á miðverðinum Ben White (22) hjá Brighton en hann er á láni hjá Leeds. (The Athletic)

Warren Barton, fyrrum varnarmaður Newcastle, heldur að nýir eigendur Newcastle muni reka Steve Bruce og ráða Mauricio Pochettino, fyrrum stjóra Tottenham, í hans stað. (Express)

BeIN Sports sjónvarpsstöðin í Katar kallar eftir því að enska úrvalsdeildin stöðvi kaup Sádi-Araba á Newcastle. Rekja má margar sjóræningjastöðvar á netinu sem streyma enska boltanum ólöglega til Sádi-Arabíu. (Guardian)

Cesc Fabregas (32), miðjumaður Mónakó, ýjar að því að hann fari í bandarísku MLS-deildina. Hann segist mikill aðdáandi deildarinnar. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner