Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. apríl 2020 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hvernig endaði fótbolti svona?"
BeIN Sports vill að komið verði í veg fyrir kaupin á Newcastle.
Frá St. James' Park, heimavelli Newcastle.
Frá St. James' Park, heimavelli Newcastle.
Mynd: Getty Images
Krónprinsinn Mohammed Bin Salman í Sádi-Arabíu er nálægt því að kaupa Newcastle United á 300 milljónir punda.
Krónprinsinn Mohammed Bin Salman í Sádi-Arabíu er nálægt því að kaupa Newcastle United á 300 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
BeIN Sports, sjónvarpsstöð í Katar, kallar eftir því að enska úrvalsdeildin stöðvi kaup Sádi-Araba á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle.

Nýir eigendur eru að kaupa Newcastle en um er að ræða fjárfestingahóp sem Amanda Staveley leiðir. Á bakvið hópinn eru mjög auðugir menn frá Sádi-Arabíu og því væntanlega góður peningur að koma inn í félagið ef eigandaskiptin ganga upp.

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sett stórt spurningamerki við þessi mögulegu kaup.

BeIN Sports setur líka spurningamerki við þau. Sjónvarpsstöðin vill meina að rekja megi margar sjóræningjastöðvar á netinu sem streyma enska boltanum ólöglega til Sádi-Arabíu. BeIN Sports er einn af stærstu rétthöfum enska boltans utan Englands.

Gera má ráð fyrir því að kannski sé eitthvað meira að baki þar sem Katar, þar sem BeIN Sports er staðsett, hefur eldað grátt silfur við Sádí-Arabíu og önnur nágrannalönd undanfarin ár. Sádi-Arabía og fleiri ríki sökuðu Katar árið 2017 um að styðja við hryðjuverkahópa og var vinalegt samband Katar við Íran gagnrýnt.

Yousef Al-Obaidly, framkvæmdastjóri BeIN Sports, sendi bréf ensku úrvalsdeildina og öll 20 félög deildarinnar í þeirri von að komið verði fyrir eigandaskipti Newcastle. Fjallað er um málið í New York Times sem segir að bréfin gætu breytt ensku úrvalsdeildinni í vígvöll fyrir baráttu ríkjanna tveggja.

Paul Hayward, sem er yfir íþróttaskrifum fyrir The Telegraph, skrifar á Twitter: „Hvernig endaði fótbolti svona?"


Athugasemdir
banner
banner
banner