Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. apríl 2020 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg talar um spurningaspilið sitt Beint í mark
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley og íslenska landsliðsins, er með lausnina fyrir fjölskyldur og aðra sem leiðist á þessum tímum.

Enginn fótbolti er í gangi vegna kórónuveirufaraldursins. Jóhann segir því tilvalið að grípa í spilið Beint í mark.

Beint í mark er spurningaspil um fótbolta fyrir alla fjölskylduna. Spurningarnar eru styrkleikaskiptar sem auðveldar öllum að spila með – sófasérfræðingum jafnt sem öðrum! Jóhann Berg var á meðal þeirra sem gaf út spilið fyrir jólin 2017.

„Það eru nokkrar spurningar í spilinu þar sem ég er svarið. Sem betur fer næ ég þeim alltaf rétt," sagði Jóhann Berg léttur í viðtali við heimasíðu Burnley.

Jóhann Berg hefur mikið verið frá vegna meiðsla á þessu tímabili, en hann vonast til þess að mæta aftur til leiks þegar enska úrvalsdeildin snýr aftur - hvenær sem það svo verður.

Athugasemdir
banner
banner
banner