Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. apríl 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lofsamar Hagi sem á að mæta Íslandi í umspilinu
Ianis Hagi.
Ianis Hagi.
Mynd: Getty Images
Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, er líklega efnilegasti leikmaður Rúmeníu um þessar mundir.

Ianis er 21 árs gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem er á láni hjá Rangers í Skotlandi frá Genk í Belgíu. Talið er að Rangers vilji kaupa hann, en hann hefur einnig verið orðaður við félög í stærstu deildum Evrópu eins og Lazio.

Hagi er leikmaður sem við Íslendingar þurfum að hafa góðar gætur á þegar Rúmenía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll í umspilinu fyrir EM 2020. Upphaflega átti að leika undanúrslit og úrslit umspilsins í marsmánuði, en vegna kórónaveirufaraldsins var ekki hægt að leika þá leiki. Núna er vonast til að leika það í október.

Marian Aliuta, fyrrum landsliðsmaður Rúmeníu, lofsamar Hagi í viðtali við DigiSport. „Hvorki Messi né Ronaldo gátu skotið eins fallega með báðum fótum þegar þeir voru á sama aldri og Ianis," segir hann.

„Hann er ótrúlega góður tæknilega á báðum fótum. Hann er ekki sá fljótasti, en er mjög gáfaður leikmaður."

„Það munu allir auðvitað líkja honum við Gheorghe vegna þess að hann er með þetta fræga nafn á bakinu. En nafnið eitt og sér nær ekki árangri fyrir hann."

„Það er engin spurning um það að hann mun vaxa mikið og eiga frábæran feril."

Hagi er búinn að spila tíu A-landsleiki fyrir Rúmeníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner