Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. apríl 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi fór úr því að tala nánast ekkert í að vera mikill leiðtogi
Messi er fyrirliði bæði Barcelona og Argentínu.
Messi er fyrirliði bæði Barcelona og Argentínu.
Mynd: Getty Images
Roberto Ayala, sem er í dag aðstoðarlandsliðsþjálfari Argentínu, segir að Lionel Messi hafi vaxið mikið sem leiðtogi síðastliðin ár.

Ayala spilaði með Messi í argentíska landsliðinu þegar Messi var yngri. „Þegar ég byrjaði að spila með honum þá talaði hann nánast ekkert."

Messi er einn besti fótboltamaður allra tíma. Hann er í 32 ára og fyrirliði bæði Barcelona og Argentínu.

„Í dag er hann leiðtogi bæði innan sem utan vallar. Hann hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum."

„Áður fyrr þá fór hann út að æfa því hann þurfti að gera það. Ef ekki þá hefði hann bara verið inn í herberginu sínu. Í dag tekur hann þátt í öllu: hann talar við liðsfélaga sína, hann spyr hvernig þeim líður. Jafnvel fyrir leiki þá talar hann mikið," segir Ayala.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner