mið 22. apríl 2020 12:42
Elvar Geir Magnússon
O'Neill einbeitir sér að Stoke - Hættur með Norður-Íra
Michael O'Neill.
Michael O'Neill.
Mynd: Getty Images
Michael O'Neill hefur sagt upp sem landsliðsþjálfari Norður-Írlands eftir átta ár í starfi. Hann ætlar að einbeita sér að stjórastarfinu hjá Stoke.

„Ég tel að þetta sé rétti tíminn til að stiga til hliðar," segir O'Neill sem náði flottum árangri með Norður-Írland.

Hann var svo ráðinn stjóri Stoke í Championship-deildinni í nóvember en ætlaði að stýra Norður-Írum í umspili gegn Bosníu um sæti á EM. Því einvígi var svo frestað vegna kórónaveirufaraldursins.

„Búið er að fresta umspilinu til hausts og ég taldi rétt að gefa nýjum stjóra að byggja ofan á árangurinn sem við höfum náð."

O'Neill leiddi Norður-Írland á EM 2016, fyrsta stórmót liðsins síðan HM 1986.
Athugasemdir
banner
banner
banner