Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. apríl 2020 13:37
Elvar Geir Magnússon
Rúnar ánægður með nýjar takmarkanir: Gríðarlegur munur
Rúnar Kristinsson og aðstoðarmaður hans, Bjarni Guðjónsson.
Rúnar Kristinsson og aðstoðarmaður hans, Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er ríkjandi Íslandsmeistari.
KR er ríkjandi Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skipulagðar æfingar meistaraflokka mega fara aftur af stað með takmörkunum þann 4. maí. Upphaflega áttu takmarkanirnar að miðast við fjóra saman í hóp en búið er að létta á þeim.

Nú er miðað við sjö saman í hóp og segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, að þetta breyti miklu.

„Það er gríðarlegur munur. Rétt áður en þetta bann sem er núna kom þá vorum við að æfa með fimm menn í einu og það var gríðarlega erfitt. Að fara úr fjórum leikmönnum í sjö er mikill munur og býður upp á miklu meira í þjálfuninni. Þú getur farið yfir miklu fleiri þætti en þegar þú ert með fjóra leikmenn," segir Rúnar í samtali við Fótbolta.net.

„Núna verður miðað við sjö leikmenn á hálfan völl svo hægt er að hafa tvo hópa á vellinum í einu. Við getum hugsanlega nýtt svæðið okkar og verið með þriðja hópinn á sama tíma á öðrum velli. Við þurfum að skoða betur hvernig við fáum að gera þetta. En það er strax mikill munur að fara upp í sjö og er ánægjuefni,"

Eins og áður segir þá taka þessar reglur gildi 4. maí og stefnan er að þær gildi í þrjár til fjórar vikur. Eftir það verða hefðbundnar æfingar leyfðar á ný og stefnt er á að Íslandsmótið hefjist í kringum 14. júní.

Tæknin er mikilvæg núna
Eins og mörg önnur félög þá hefur KR notfært sér tæknina í æfingabanninu sem hefur verið í gildi síðustu vikur. Leikmenn hafa verið að æfa sjálfir eftir plani sem þeir fá og er framlag þeirra mælt.

„Liðin í deildinni hafa talað saman og allir fylgja sömu reglum. Við höfum ekkert verið að æfa. Það hefur bara verið fjarþjálfun. Leikmenn fara eftir prógrammi og við fylgjumst með þeim í gegnum þetta PlayerTek kerfi. Við fáum upplýsingar frá leikmönnum um leið og þeir eru búnir að æfa og getum séð allar tölur frá þeim. Svo slær maður á þráðinn til þeirra við og við til að sjá hvernig staðan er," segir Rúnar.

„Þegar við byrjum 4. maí er svo hægt að gera einhver test og sjá hvar menn standa."

„Tæknin er mikilvæg núna og flott að hafa tæki og tól til að fylgjast með mönnum. Það kemur greinilega fram hvað hver og einn er að leggja á sig. Það kemur ýmis tölfræði út úr þessu og hægt að bera menn saman og fylgst vel með. Ef við erum ekki sáttir er hægt að pikka aðeins í menn og láta þá vita," segir Rúnar Kristinsson.

Sjá einnig:
Meistaraflokkar mega æfa í sjö manna hópum frá og með 4. maí
Athugasemdir
banner
banner
banner