Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. apríl 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Segðu honum að ég muni sofa hjá móður hans"
Ekki perluvinir.
Ekki perluvinir.
Mynd: Getty Images
El-Hadji Diouf og Steven Gerrard eru engir perluvinir. Það er ekkert leyndarmál að þeim líkar ekki vel við hvorn annan.

Diouf og Gerrard voru samherjar í tvö ár hjá Liverpool. Diouf stóð ekki undir væntingum á Anfield og skoraði aðeins sex mörk í 79 leikjum eftir að hafa verið keyptur fyrir væna upphæð. Gerrard er goðsögn hjá félaginu og var lengi vel fyrirliði.

Florent Sinama-Pongolle lék með þeim báðum hjá Liverpool og sagði hann sögu af samskiptum þeirra í viðtali við Walid Acherchour.

„Það var hálfleikur í æfingaleik. Gerrard og Diouf rifust. Það var smá áfall fyrir mig. Geturðu ímyndað þér hvernig það er fyrir ungan leikmann að sjá svona og halda það að allir atvinnumenn á þessu stigi leiksins hagi sér svona? Við vorum í búningsklefanum og Stevie segir: 'Þú verður að senda, verður að senda boltann'. Diouf missir sig algjörlega."

„Enskan hans var skelfileg. Veistu hvað hann gerði? Þeir hötuðu hvorn annan svo mikið. Gerrard móðgaði Diouf og Diouf gat ekki svarað honum. Hann greip í Gérard Houllier (þáverandi stjóra Liverpool) og segir: 'Segðu honum að ég muni sofa hjá móður hans'. Diouf sagðist ekki vera neinn vinur hans."

Sjá einnig:
El-Hadji Diouf um Gerrard: Hann var ekkert
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner