Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. apríl 2020 09:53
Elvar Geir Magnússon
Þurfum að tryggja okkar öryggi áður en talað er um fótbolta
Roberto Martínez.
Roberto Martínez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segir að það gæti haft alvarlegar afleiðingar að klára ekki tímabilin í Evrópufótboltanum.

Nær allur fótbolti í Evrópu er stopp vegna kórónaveirufaraldursins en Martínez, sem er fyrrum stjóri Everton, telur að það þurfi að klára tímabilin til að fjárhagslegar afleiðingar verði ekki hrikalegar.

„Allir þurfa að gera sér grein fyrir því að stór fótboltafélög sem hafa verið til í meira en 100 ár fara í mjög erfið mál. Ég tel að UEFA og FIFA hafi gert rétt með því að setja félagsliðafótbolta í forgang," segir Martínez.

Allt stefnir í að tímabilunum í Skotlandi, Hollandi og Belgíu verði aflýst.

„Við höfum eignast sameiginlega ósýnilegan óvin og þurfum öll að standa saman. Við þurfum að hjálpast að við að finna lausn. Það er ekki hægt að komast niðurstöðu núna því við vitum ekki hvernig staðan verður. Við þurfum að tryggja okkar öryggi áður en hægt er að tala um fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner