mið 22. apríl 2020 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Watford frestar því að greiða hluta af launum leikmanna
Samkomulag náðist.
Samkomulag náðist.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Watford hefur náð samkomulagi við leikmenn sína um að fresta að greiða hluta að launum leikmanna á þessum erfiðu tímum.

Kórónuveirufaraldurinn hefur áhrif á fjárhagsstöðu knattspyrnufélaga út um allan heim.

Troy Deeney, fyrirliði Watford, leiddi viðræður leikmanna við stjórnendur félagsins og náðist samkomulag að lokum. „Frekari upplýsingar um samkomulagið eru einkamál, en þetta er fyrir bestu fyrir félagið akkúrat núna," segir Deeney.

Félög ensku úrvalsdeildarinnar hafa farið ýmsar leiðir til að koma sem best út úr kórónuveirufaraldrinum.

Sky Sports hefur tekið það saman hvað félögin 20 eru að gera í sínum málum.
Athugasemdir
banner
banner