Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. apríl 2021 21:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Allt sem hann snertir breytist í mörk"
Hefur verið mjög öflugur á tímabilinu.
Hefur verið mjög öflugur á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Kelechi Iheanacho hefur verið magnaður með Leicester í ensku úrvalsdeildinni eftir áramót.

Hann var á skotskónum í kvöld þegar Leicester vann sannfærandi sigur á West Brom.

Hann er núna búinn að skora 11 mörk í síðustu átta leikjum með Leicester í öllum keppnum. Iheanacho, sem er 24 ára, hefur gert níu mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu en það er hans besta tímabil á ferlinum hvað varðar markaskorun, og tímabilið er ekki einu sinni búið.

Iheanacho var keyptur til Leicester frá Manchester City árið 2017 en á þessu tímabili hefur hann fengið traustið og loksins fundið taktinn.

„Allt sem hann snertir breytist í mörk," segir Squawka á Twitter og það er erfitt að vera ósammála því.


Athugasemdir
banner
banner
banner