Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. apríl 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Calvert-Lewin getur spilað gegn Arsenal - Lacazette á meiðslalistanum
Dominic Calvert-Lewin.
Dominic Calvert-Lewin.
Mynd: Getty Images
Annað kvöld mætast Arsenal og Everton í ensku úrvalsdeildinni. Everton er í áttunda sæti, þremur stigum á undan Arsenal.

Sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin hefur misst af síðustu tveimur deildarleikjum en Carlo Ancelotti, stjóri Everton, staðfesti í dag að hann væri orðinn leikfær.

Calvert-Lewin hefur skorað 14 mörk í deildinni á þessu tímabili.

Yerry Mina, Bernard, Fabian Delph og Andre Gomes eru einnig leikfærir hjá Everton. Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik og skoraði tvívegis gegn Tottenham í síðustu umferð, í 2-2 jafntefli.

Hjá Arsenal er Pierre-Emerick Aubameyang enn að jafna sig af malaríu og er ekki með. Alexandre Lacazette er meiddur en franski sóknarmaðurinn hefur verið sjóðheitur síðustu vikur.

David Luiz og Kieran Tierney eru báðir frá vegna hnémeiðsla og þá er óvissa um Martin Ödegaard sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner