Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 22. apríl 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi skorar ekki bara mörkin: Einn sá besti í að tækla
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt frábært tímabil með Everton og hefur hann verið drjúgur í að hjálpa liðinu við markaskorun. Gylfi er búinn að skora átta mörk og leggja upp níu til viðbótar á tímabilinu.

En hann er ekki bara að gera frábæra hluti fyrir framan markið.

Liverpool Echo segir frá því að Gylfi sé "óvænt" á lista yfir þá sem eru bestir í að tækla í ensku úrvalsdeildinni.

BetVictor skoðaði það hvaða leikmenn í ensku úrvalsdeildinni væru bestir í að tækla án þess að brjóta af sér, og vinna þannig boltann.

Aaron Wan-Bissaka, bakvörður Manchester United, er besti tæklarinn í deildinni en Gylfi er í topp 30. Hann fær aðeins dæmt á sig eitt brot fyrir hverja 12 tæklingar sem hann fer í.

Hægt er að skoða grein Liverpool Echo hérna.
Athugasemdir
banner
banner