fim 22. apríl 2021 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Mikilvæg úrslit upp á Meistaradeildarbaráttuna að gera
Napoli vann góðan sigur.
Napoli vann góðan sigur.
Mynd: Getty Images
Eins og vanalega þá var líf og fjör í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það fóru fram tveir hörkuleikir.

Roma tók á móti Atalanta en bæði þessi lið eru með Meistaradeildardrauma. Roma þurfti að vinna í dag til að halda sínum á lífi.

Það tókst ekki fyrir heimamenn að vinna þennan leik. Atalanta tók forystuna á 26. mínútu en missti svo mann af velli með rautt spjald á 69. mínútu. Sex mínútum eftir það jafnaði Bryan Cristante fyrir Roma.

Þeir komust hins vegar ekki lengra og lokatölur 1-1 á Ólympíuvellinum í Róma. Atalanta er í þriðja sæti með 65 stig og Roma er í sjöunda sæti, tíu stigum frá Meistaradeildarsæti.

Napoli hafði svo betur gegn Lazio í miklum markaleik, 5-2. Napoli leiddi 2-0 í hálfleik og gekk frá leiknum snemma í seinni hálfleik með tveimur mörkum til viðbótar. Lazio náði að minnka muninn í 4-2 en Napoli innsiglaði sigurinn þegar Victor Oshimen skoraði á 80. mínútu.

Þessi leikur var einnig mikilvægur í Meistardeildarbaráttunni. Napoli er í fimmta sæti, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti, eftir þennan sigur og er Lazio tveimur stigum þar á eftir.

Roma 1 - 1 Atalanta
0-1 Ruslan Malinovsky ('26 )
1-1 Bryan Cristante ('75 )
Rautt spjald: Robin Gosens, Atalanta ('69), Roger Ibanez, Roma ('90)

Napoli 5 - 2 Lazio
1-0 Lorenzo Insigne ('7 , víti)
2-0 Matteo Politano ('12 )
3-0 Lorenzo Insigne ('53 )
4-0 Dries Mertens ('65 )
4-1 Ciro Immobile ('70 )
4-2 Sergej Milinkovic-Savic ('74 )
5-2 Victor Osimhen ('80 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner