Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
sunnudagur 17. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 16. apríl
Engin úrslit úr leikjum í dag
fös 23.apr 2021 11:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Jobbi: Hefði kannski átt að hugsa um rassgatið á sjálfum mér

Jósef Kristinn Jósefsson var einn fjögurra leikmanna hjá Stjörnunni sem hætti í fótbolta eftir síðasta tímabil. Hann, Jóhann Laxdal, Vignir Jóhannesson og Ævar Ingi Jóhannesson eru allir hættir. Ævar hefur þó ekki útilokað endurkomu.

Þessi fjöldi vakti athygli fréttaritara og hafði hann því samband við Jósef í vikunni. Jósef er 31 árs og verður 32 ára síðar á árinu. Hann er vinstri bakvörður sem búsettur er í Grindavík.

Á móti Jóa Berg
Á móti Jóa Berg
Mynd/Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Giles M'Bang Ondo
Giles M'Bang Ondo
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með Gylfa Sig í unglingalandsleik
Með Gylfa Sig í unglingalandsleik
Mynd/Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Óli Baldur Bjarnason fagnar með Jobba
Óli Baldur Bjarnason fagnar með Jobba
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stælar?
Stælar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnað
Fagnað
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á móti Pierre Bengtsson leikmanni FCK
Á móti Pierre Bengtsson leikmanni FCK
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gerðu þetta svona
Gerðu þetta svona
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð stund með Brynjari Gauta
Góð stund með Brynjari Gauta
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað vildi Óli Jó?
Hvað vildi Óli Jó?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefði kannski átt að fara frá Grindavík fyrr?
Hefði kannski átt að fara frá Grindavík fyrr?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi
Þórarinn Ingi
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónas Þórhalls
Jónas Þórhalls
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll
Rúnar Páll
Mynd/Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Hefði maður átt að hugsa bara um rassgatið á sjálfum sér og fara eitthvað annað?"
Kominn með nóg af fótbolta
Af hverju er leikmaður sem ekki er orðinn 32 ára að leggja skóna á hilluna?

„Ég var bara kominn með nóg af fótbolta. Var búinn að keyra í fjögur ár á milli og var svo mikið í meiðslum, var að missa fimm leiki úr á hverju tímabili. Það fannst mér of mikið fyrir það að vera keyra á milli,” sagði Jósef við fyrstu spurningu.

Segðu mér aðeins frá meiðslunum, ég sé að þú misstir út stóran hluta 2012 og svo eru þetta nokkrir leikir undanfarin ár.

„2012 fór ég í aðgerð og það er ástæðan fyrir því að ég var frá það tímabilið. Svo var þetta allt bara vöðvameiðsli. Það var að fara svolítið í pirrurnar á mér, við vorum búnir að æfa vel allan veturinn og ekkert vesen."

„Svo þegar álagið byrjaði, þrír leikir á viku, þá alltaf tókst mér að togna í einhverjum vöðva, annað hvort í kálfa eða aftan í læri. Þetta var alltaf álagstengt.”


Þetta tengdist ekkert gervigrasinu?

„Nei, það held ég ekki. Það kom allavega aldrei til tals.”

Séð lítið af drengnum sínum
Þú talar um keyrsluna og þessi meiðsli. Ég spyr mig þá að því af hverju þú spilar ekki með Grindavík í sumar?

„Ég veit það eiginlega ekki. Ég hafði bara einhvern veginn ekki áhuga á því að halda áfram í fóbolta – það var svolítið bottomlænið."

„Þetta var komið gott, ég var ekki búinn að sjá drenginn minn, sem er sex ára, neitt frá því ég byrjaði í Stjörnunni. Ég vaknaði með honum og stundum náði ég að svæfa hann. Ég var ekki búinn að vera neitt með honum og því eru þetta líka alveg fjölskylduaðstæður.”

„Ég mætti í leik með Grindavík síðasta föstudag sem liðsstjóri, til að vera með strákunum og vera í kringum eitthvað lið í sumar. Það er svona það mesta sem ég nennti.”


„Fékk eiginlega ekkert að segja það sem hann vildi segja"
Hvernig voru samtölin á síðustu leiktíð, varstu búinn að ákveða þetta með einhverjum fyrirvara eða kom þetta Rúnari Páli á óvart að þú skildir segja upp samningnum?

„Ég eiginlega geri mér ekki alveg grein fyrir því. Ég var búinn að ákveða þetta um mitt sumar og þegar mótið var stoppað í seinna skiptið gafst ég upp. Ég nennti ekki að fara trekkja mig aftur í gang, maður var alltaf einhvern veginn að fara út að hlaupa og ég var ekki að nenna því og fékk algjört ógeð um mitt sumarið og tók ákvörðunina.”

„Eftir tímabilið fékk ég ekki löngunina í að byrja aftur og ég sagði upp samningum u.þ.b. tveimur vikum eftir tímabilið. Þetta var sem sagt 1+1 samningur og báðir aðilar hefðu getað sagt honum upp. Það gat vel verið að Stjarnan vildi losna við mig."

„Ég man bara að Rúnar Páll hringdi í mig og var að spyrja hvað ég væri að spá varðandi framhaldið. Ég sagði honum bara að fyrra bragði hvað ég væri að pæla. Hann fékk eiginlega ekkert að segja það sem hann vildi segja.”


Hefði fljótt orðið þreytt
Þú kemur inn á að þú ætlir að vera í kringum Grindavík í sumar, kom ekkert upp í hugann að fara í ástríðuna í GG?

„Nei,” sagði Jobbi og hló. „Það kom ekki upp. Þó að einn af mínum góðum félögum sé að þjálfa liðið. Ég er svolítið þannig að ef ég ætla gera eitthvað þá verð ég að gera það 100%. Ég nenni ekki að mæta einu sinni í viku á æfingu og keppa svo einhvern leik. Það verður fljótt þreytt. Annað hvort myndi maður gera þetta af alvöru eða ekki neitt. Svo er golf sísonið að byrja og maður verður vel virkur þar.”

Verður að rífa sig í gang
Aftur að Stjörnunni. Þórarinn Ingi kom til félagsins frá FH sumarið 2018. Samkeppnin hefur verið til staðar þó hann hafi glímt við sín meiðsli. Hvernig horfir sú samkeppni við þér, var það innspýting í að gera betur þegar félagið fékk inn gæða leikmann í sömu stöðu og þú spilar?

„Já, klárlega. Hann var geggjaður 2018 eftir að hann kom til Stjörnunnar og lítið sem ég gat sagt við því. Hann kom út af því að ég var að meiðast og svo var hann drullu öflugur. Hann var svo óheppinn að slíta [krossbönd] 2019 og þá fékk ég aftur sénsinn."

„Vonandi rífur hann sig í gang og fer að jafna sig á þessum meiðslum. Ég sé að það er kominn Englendingur í stöðuna hans, Þórarinn verður að fara rífa sig í gang ef hann ætlar að spila eitthvað.”


Þurfti að breyta til - Evrópuferðirnar standa upp úr
Förum aftur til haustsins 2016 þegar þú skiptir yfir í Stjörnuna, þú svaraðir spurningum á þeim tíma af hverju þú fórst í Stjörnuna. Eftir að hafa lesið það viðtal spyr ég mig að því af hverju þú tókst ekki slaginn með Grindavík í efstu deild. Þú hafðir jú spilað fyrir félagið í efstu deild áður en á þessum tímapunkti orðinn betri leikmaður og reynslumeiri.

„Ég var bara kominn með nóg hérna og þurfti að breyta til. Ég sagði það einhvern tímann að ég færi ekki frá Grindavík nema ef liðið væri komið upp í efstu deild. Sem betur fer fórum við upp 2016. Minn tími var einhvern veginn búinn hérna. Ég var búinn að vera hérna lengi og vantaði að prófa eitthvað nýtt. Ég sé ekki eftir því, mér fannst þessi tími í Stjörnunni alveg geggjaður.”

„Ég upplifði svo margt á þesum tíma, allir Evrópuleikirnir og ferðirnar með hópnum. Við fórum til Danmerkur, Spánar og Eistlands saman. Þetta er það sem hefur staðið upp úr á ferlinum, það langskemmtilegasta við þennan tíma. Mér fannst þessi hópur geggjaður og það voru þvílík forréttindi að vera hluti af honum."


Full mikil liðsheild?
„Það var mikil liðsheild og stundum kannski full mikil ef það er hægt. Það voru allir mjög góðir félagar í hópnum. Það gat kannski háð okkur að einhverju leyti þó það var mikið keppnisskap í mönnum."

„Mér fannst við vera með það góðan hóp að við hefðum átt að vinna Íslandsmeistaratitil. Sérstaklega 2017 og líka í raun 2018, við klúðruðum því í raun eftir bikarmeistaratitilinn 2018. Þá fjaraði undan þessu eftir bikarúrslitin.”


Áttu þá við að þeir sem voru á bekknum voru ekki að ýta nógu fast á þá sem voru inn á vellinum?

„Nei, ég segi það kannski alveg. Ég veit það ekki, það var aldrei óeining í liðinu. Menn eru alltaf fúlir að vera á bekknum, það er eðlilegt, en ég hef oft spáð í því hvort það væri að há okkur þessi góða liðsheild. Þetta eru bara svona mínar vangaveltur en gæti verið algjört kjaftæði.”

„Á KSÍ endalaust að þakka fyrir að leysa það bíó"
Ég gróf líka aðeins aftar í söguna, ég sá að þú fórst til Búlgaríu á sínum tíma (2011). Það var skrifað um það að þú hefðir verið svikinn. Ég velti fyrir mér hverjar þínar eftirvæntingar voru og hvað það var sem ekki var staðið við?

„Ég hef alltaf reynt að gleyma þessum tíma, hef ekki mikið talað um þetta. Þetta var bara þannig að ég fór þarna út og fékk ekki neitt borgað.”

„Ég held ég hafi verið þarna úti í tvo og hálfan mánuð og ákvað að ég nennti þessu ekki lengur og fór heim án þess að tala við neinn. Ég bara fór og svo fóru lögfræðingar í málið."

„Ég á KSÍ endalaust að þakka fyrir það bíó og Jónasi Þórhallssyni sem var formaður Grindavíkur. Jónas hjálpaði mér gríðarlega mikið sem og Þórir Hákonar, þeir náðu að keyra þetta í gegn.”


Spilaðiru einhverja leiki?

„Nei nei, ég var eiginlega bara meiddur þennan tíma. Ég kem heim og fer svo í aðgerð eftir tímabilið 2011. Ég var alltaf að reyna en það gekk lítið. Svo þegar þú færð ekki borgað þá minnkar hvatinn til þess að vera úti.”

Var þetta mikið vesen þetta mál? Þurftiru að bíða lengi eftir leikheimild á Íslandi?

„Þetta tók einhverja þrjá mánuði eftir að ég kem heim. Ég kom heim í mars held ég og var kominn með leikheimild í seinni glugganum. Þetta var vesen, mig minnir að lögfræðingurinn hafi verið í gegnum KSÍ og þetta tókst vel."

„Ég held að ég hafi látið af hendi mínar launagreiðslur og í staðinn fékk ég leikheimild. Það urðu einhverjar sættir á þessu.”


Hefði átt að hugsa um rassgatið á sjalfum sér
Að ferlinum í heild, þú átt yfir 20 unglingalandsleiki og dágóðan fjölda af leikjum í efstu deild. Varstu svekktur að fá ekki kallið í eitthvað af þessum janúarverkefnum A-landsliðsins?

„Nei, ekki neitt. Ef ég lít til baka þá var ég aldrei það svekktur. Ég var í Grindavík og við vorum í efstu deild í nokkur ár fyrir áratugi síðan og áttum sjöunda sætið best. Annars var þetta bara fallbarátta og full af leikjum í 1. deild frá 2013-2016. Það er ekki hægt að gera einhverjar væntingar þegar maður er að spila í næstefstu deild.”

„Það er eftir á að hyggja margt sem maður hefði kannski gert öðruvísi, hefði maður átt að hugsa bara um rassgatið á sjálfum sér og fara eitthvað annað? Þegar maður er svona ungur þá þarf maður kannski að hugsa meira um sjálfan mig."

„Ég gerði það kannski ekki nógu mikið og er það ein mesta eftirsjáin að hafa ekki farið annað fyrr og tekið eitthvað annað stökk innan Íslands. Ég held að maður þroskist rosalega mig á því að skipta um umhverfi og ég fann það sjálfur þegar ég prófaði það. Það hjálpar manni alveg helling.”


Hefði átt að fara fyrr út
Ef þú horfir til baka, hafðiru einhverjar væntingar um að fara aftur út til að spila erlendis?

„Í raun og veru ekki. Ég var meiddur og þurfti að fara í aðgerð. Ég fór þar sem ég vissi að ég væri velkominn og vissi að Jónas myndi hjálpa mér. Það kom ekkert annað til greina en að koma hingað aftur. Þar var mitt bakland og ég gat alltaf leitað hingað."

„Ég hefði átt að vera farinn fyrr út heldur en þegar ég fór til Búlgaríu. Ég var búinn að vera í Grindavík frá því ég var sextán þangað til ég var orðinn 22 ára. En það er gott að vera vitur eftir á.”


Sérstaklega gaman að spila á Parken
Þú komst inn á góðan árangur með Stjörnunni sem stendur upp úr. Er eitthvað annað sem stendur upp úr eftir ferilinn?

„Fyrsta tímabilið, 2007, með Grindavík. Við áttum svo skömmu seinna annað gott tímabil í efstu deild. Svo eru það klárlega Evrópuferðirnar með Stjörnunni. Það var ógeðslega gaman og sérstaklega gaman að spila á Parken í Danmörku. Það voru langskemmtilegustu ferðirnar.”

Meiddur þegar Stjarnan vann titilinn
En bikarmeistaratitilinn 2018, hvernig var sá dagur?

„Það var mjög skemmtilegt, fyrir utan það að ég var meiddur. Ég var meiddur og vissi alveg viku fyrir að ég væri ekki að fara spila þennan leik."

„Það var fínt að vinna hann og allt það, ég spilaði alla leikina nema úrslitaleikinn og get tekið það út úr þessu. En það er alltaf skemmtilegra að vera inn á vellinum þegar mómentið gerist. Það er samt mjög gaman að hafa unnið þennan titil,”
sagði Jósef að lokum.
Athugasemdir
banner
banner