Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. apríl 2021 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árnason tognaður
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, besti miðvörður Pepsi Max-deildarinnar, er tognaður og gæti misst af byrjun Íslandsmótsins.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, staðfestir í samtali við Fótbolta.net að landsliðsmiðvörðurinn hafi tognað en það sé vonast til þess að það sé bara smávægilegt. Það muni koma betur í ljós á næstu dögum.

Pepsi Max-deildin hefst eftir rúma viku en Víkingur hefur leik gegn Keflavík á heimavelli 2. maí.

Kári er 38 ára gamall en hann sneri aftur til Víkings fyrir tveimur árum síðan. Hann spilaði 12 leiki í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar er Víkingar höfnuðu í tíunda sæti.

Víkingum er spáð sjöunda sæti fyrir sumarið en það er spurning þá hvort það verði Halldór Smári Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen sem byrji í hjarta varnarinnar hjá Víkingum. Sölvi hefur sjálfur verið að stíga upp úr meiðslum í vetur.
Athugasemdir
banner
banner