Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 22. apríl 2021 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Laporta: Ofurdeildin er nauðsynleg
Mynd: Getty Images
Joan Laporta, forseti Barcelona, styður enn við Ofurdeildina þrátt fyrir að almenningsálitið sé gegn henni.

Laporta hefur áfram mikla trú á Ofurdeildinni, ásamt Florentino Perez forseta Real Madrid og Andrea Agnelli forseta Juventus. Níu af tólf stofnfélögum deildarinnar eru búin að draga stuðning sinn til baka, þar af eru sex í ensku úrvalsdeildinni, tvö á Ítalíu og eitt á Spáni.

„Ofurdeildin er nauðsynleg. Við viljum halda deildarkeppnum áfram í öllum löndum og erum opnir fyrir viðræðum við UEFA. Við viljum búa til frábæra keppni með mikið skemmtanagildi," sagði Laporta fyrir skömmu.

„Það er mikil pressa á okkur en þessi tillaga er ekki dauð."
Athugasemdir
banner
banner
banner