Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. apríl 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho aftur til Spánar?
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Hvað næst fyrir Jose Mourinho, einn besta knattspyrnustjóra sögunnar?

Það er stór spurning. Mourinho var jú rekinn frá Tottenham síðasta mánudag eftir slakt gengi á tímabilinu. Mourinho er einn sigursælasti stjóri knattpsyrnusögunnar en það hefur ekki gengið nægilega vel hjá honum upp á síðkastið, hjá Chelsea, Manchester United og síðast Tottenham.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum gæti næsta starf hans verið á Spáni.

Portúgalinn stýrði Real Madrid frá 2010 til 2013 og vann spænsku úrvalsdeildina einu sinni, og spænska bikarinn einu sinni. Spænski fjölmiðillinn Todo Fichajes segir frá því að Mourinho hafi fundað með Peter Lim, eiganda spænska úrvalsdeildarfélagsins Valencia, um endurkomu til Spánar.

Javi Gracia, fyrrum stjóri Watford, stýrir nú Valencia en líklegt þykir að hann hverfi á braut í sumar. Valencia er í 14. sæti La Liga sem eru mikil vonbrigði fyrir félagið sem varð spænskur meistari 2014.

Mourinho hefur einnig verið orðaður við skoska úrvalsdeildarfélagið Celtic. Hann er væntanlega ekki að fara að taki við stjórn liðs úr efstu hillu.
Athugasemdir
banner
banner
banner