Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. apríl 2021 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segir Laporta hafa lekið upplýsingum í Tebas
Mynd: Getty Images
Tariq Panja, fréttamaður hjá New York Time, heldur því fram að Joan Laporta, forseti Barcelona, sé sekur um að hafa lekið áformum um Ofurdeildina.

Laporta er einn þeirra sem vill hrinda evrópskri Ofurdeild í gang. Honum tókst, ásamt Florentino Perez forseta Real Madrid og Andrea Agnelli forseta Juventus, að sannfæra eigendur tólf stórra knattspyrnufélaga í Evrópu um að stofna Ofurdeild.

Það hefur lengi verið uppi orðrómur um Ofurdeild en á dögunum var áformum um deildina lekið og því neyddust félögin tólf til að senda frá sér yfirlýsingar.

Panja heldur því fram að Laporta hafi lekið áformunum um Ofurdeildina í Javier Tebas, forseta spænsku deildarinnar La Liga, yfir hádegisverði. Tebas er sagður hafa farið með þessar upplýsingar beint til Aleksander Ceferin forseta UEFA.

Laporta er einn þriggja forseta sem styður enn opinberlega við Ofurdeildina, ásamt Perez og Agnelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner