Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. apríl 2021 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stan bað Arteta afsökunar - Josh tjáði sig
Mynd: Getty Images
Arsenal er eitt þeirra níu félaga sem vildi taka þátt í Ofurdeildinni en hefur dregið stuðning sinn við tillöguna til baka eftir harkalega gagnrýni úr öllum áttum.

Stuðningsmenn Arsenal eru ekki sáttir með Kroenke feðgana sem eiga Arsenal. Þeir eru þó búnir að biðjast afsökunar og staðfesti Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, að hann hafi verið beðinn afsökunar af Stan Kroenke sjálfum.

Sonur hans, Josh Kroenke, gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann útskýrði ákvarðanatökuna.

„Góðir leiðtogar viðurkenna mistök og það er það sem við erum að gera. Við komum ekki með þessa hugmynd en ákváðum að taka þátt. Við vildum ekki missa af vagninum og hoppuðum því á hann," sagði Josh með Vinai Venkatesham, framkvæmdastjóra Arsenal, sér við hlið.

„Við tókum hrikalega ranga ákvörðun. Við hugsuðum með okkur: 'Hvort er verra, Ofurdeild eða Ofurdeild án Arsenal? Við spurðum okkur hvað myndu stuðningsmenn vilja?

„Stuðningsmenn Arsenal úti í heimi vilja sjá fleiri AFC - Barcelona leiki. Ensku stuðningsmennirnir vilja það líka, en þeir vilja ekki missa af köldu kvöldunum í Stoke. Við höfðum rangt fyrir okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner