„Mér fannst Vestmannaeyingar sprungnir eftir hálftíma. Mér finnst umræðan um að þetta hafi verið 50/50 leikur skrítin," segir Sverrir Mar Smárason í Innkastinu þegar rætt er um 2-1 sigur Vals gegn ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.
„Ég ætla að gefa þeim aðeins meira en hálftíma en er sammála því. Það sem réði úrslitum í þessum leik var að tankurinn tæmdist fljótt hjá Eyjamönnum," segir Elvar Geir Magnússon.
Arnór Smárason skoraði sigurmark Vals á 81. mínútu en tveir af lykilmönnum ÍBV; miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson og sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason voru þá farnir af velli.
„Ég ætla að gefa þeim aðeins meira en hálftíma en er sammála því. Það sem réði úrslitum í þessum leik var að tankurinn tæmdist fljótt hjá Eyjamönnum," segir Elvar Geir Magnússon.
Arnór Smárason skoraði sigurmark Vals á 81. mínútu en tveir af lykilmönnum ÍBV; miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson og sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason voru þá farnir af velli.
Báðir hafa þeir lítið náð að spila á undirbúningstímabilinu og eru töluvert frá því að vera í sínu besta standi og eru ekki 90 mínútna menn sem stendur.
„Tveir af bestu leikmönnum liðsins, Gaui Lýðs og Andri Rúnar, eru talsvert frá því að vera í sínu besta formi og það dylst engum. Þegar þeir voru farnir út af og bæði lið farin að gera skiptingar þá var það aldrei spurning hvernig leikurinn myndi fara," segir Elvar. „ÍBV þarf að fá Guðjón og Andra Rúnar í betra form sem allra fyrst."
„Þú sérð bara muninn á gæjunum sem komu inn, hjá ÍBV annarsvegar og Val hinsvegar. Liðið hjá Val veikist ekki við skiptingu, ferskari lappir og nýjar hugmyndir koma inn. ÍBV fær ekki þessi gæði inn þegar þeir taka Guðjón og Andra út af," segir Sverrir.
Örugglega lélegasti pókerspilari heims
Í þættinum var einnig talað um ástríðuna hjá Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara ÍBV, á hliðarlínunni en hann var afskaplega líflegur meðan á leik stóð.
„Það var fyndið að fylgjast með honum, hann er örugglega lélegasti pókerspilari í heimi því hann nær ekki að fela tilfinningar sínar neitt. Hann fagnaði því þegar Halldór Páll greip boltann eða menn voru að vinna tæklingar eins og hann væri að fagna marki," segir í Innkastinu sem má hlusta á í hlaðvarpsveitum eða í spilaranum hér að neðan.
ÍBV tekur á móti KA á Hásteinsvelli á sunnudag í 2. umferð deildarinnar.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir