Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals gat leyft sér að vera kátur eftir 4-1 sigur liðsins á Þrótti í kvöld.
Valur komst yfir í fyrri hálfleik og skoruðu tvö mörk til viðbótar, skömmu síðar og voru úrslitin í raun aldrei í hættu eftir það.
Valur komst yfir í fyrri hálfleik og skoruðu tvö mörk til viðbótar, skömmu síðar og voru úrslitin í raun aldrei í hættu eftir það.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 1 Þróttur R.
„Ég er mjög ánægður með leik okkar, við komum mjög grimmir til leiks. Við töluðum um að vera þolinmóðir og eftir að við gerðum fyrsta markið okkar kom meiri ró í leikinn okkar og við sigldum þessu örugglega í höfn."
Hann tók Hauk Pál og Kristinn Frey útaf í fyrri hálfleik en segir þá ekki meidda.
„Nei, þeir eru ekki meiddir. Það er erfið vika framundan og við þurfum að hugsa vel um hvorn annan."
Þróttarar minnkuðu munin alveg í lokin með fallegu marki frá Thiago Borges.
„Hann gerði þetta vel sem skoraði markið þannig við getum ekki kvartað yfir því."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir