Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. maí 2019 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Andri Fannar: Rígurinn meiri hjá eldri kynslóðinni
Andri Fannar og Magnús Þór.
Andri Fannar og Magnús Þór.
Mynd: Aðsend
Það er nágrannaslagur í Inkasso-deildinni annað kvöld þegar Njarðvík og Keflavík mætast í 4. umferð deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Rafholtsvellinum, heimavelli Njarðvíkur.

Keflavík er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar á meðan Njarðvík er með sex stig.

„Ég verð að viðurkenna það að það er aðeins meiri tilhlökkun fyrir þessum leik heldur en öðrum leik. Ég hef aldrei fengið að upplifa svona nágrannaslag nema í gegnum körfuna svo það verður gaman að fá loksins alvöru leik í fótboltanum líka," sagði Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur sem er uppalinn í Njarðvík.

Hann segir að góð byrjun liðsins í deildinni hafi ekki komið sér á óvart.

„Við erum með frábæran mannskap og þekkjum okkar styrkleika vel, í þokkabót höfum við margir æft lengi saman svo það er frábær liðsheild innan hópsins sem kemur okkur langt."

„Ég held að þetta verði frábær leikur á morgun. Bæði lið eru búin að byrja mótið vel. Keflavík er með þrjá sigra og við tvo sigra. Bæði lið vilja vinna leikinn og bæði lið með frekar unga og spræka stráka svo þetta er dagskrá sem getur ekki klikkað," sagði Andri Fannar og bætir við að veðurspáin sé ágæt fyrir morgundaginn og hann býst ekki við öðru en áhorfandamet falli á Rafholtsvellinum.

Hann segir að rígurinn í Reykjanesbæ sé minni hjá yngri kynslóðinni.

„Ég get ekki sagt það frá mínum bæjardyrum. Það er kannski meiri rígur hjá eldri kynslóðinni," sagði Andri Fannar að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner