Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. maí 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Elías Már: Tímabilið hefur verið mjög dapurt
Elías Már í leik í Hollandi í vetur.
Elías Már í leik í Hollandi í vetur.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eins og við greindum frá í gær þá var Elías Már Ómarsson leikmaður Excelsior í Hollandi var valinn leikmaður mánaðarins af Fox sport í Hollandi.

Við heyrðum í Elíasi Má í morgunsárið en hann leikur mikilvægan leik seinna í dag þegar Excelsior mætir RKC Waalwijk í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í efstu deild.

„Þetta val kom mér smá á óvart. Þetta er þvílíkur heiður, gaman að fá eitthvað svona jákvætt eftir slæmt tímabil yfir heildina. Ég er mjög stoltur að fá þessa viðurkenningu," sagði Elías Már sem segir tímabilið hafa verið erfitt í Hollandi.

„Tímabilið hefur verið mjög dapurt heilt yfir og við spilað undir getu. Við spiluðum vel í síðustu tveimur leikjunum en það var bara orðið of seint þá til að bjarga okkur frá umspili," sagði Elías Már en Excelsior tapaði fyrri leiknum 2-1 á útivelli.

„Þetta er mikilvægur leikur fyrir félagið og við verðum að vinna þennan leik til að eiga möguleika á að halda okkur uppi. Við töpuðum fyrri leiknum og spiluðum bara hrikalega illa í þeim leik. Við förum inn í leikinn í dag með fulla einbeitingu og ætlum okkur að vinna og koma okkur í úrslitaleikinn."

Elías Már segir það ekki vera komið í ljós hvernig framhaldið er á hans ferli.

„Ég á enn tvö ár eftir af samningnum mínum hérna en
mitt markmið er að komast í stærra lið í framtíðinni. Núna er ég bara að einbeita mér af næsta leik og hjálpa liðinu að halda okkur uppi í
deildinni svo sér maður til hvað gerist í sumar,"
sagði Elías Már Ómarsson að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner