Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. maí 2019 13:06
Elvar Geir Magnússon
Forseti Gana fékk Gyan til að hætta við að hætta
Gyan er með 51 mark í 106 landsleikjum.
Gyan er með 51 mark í 106 landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Asamoah Gyan, markahæsti leikmaður landsliðs Gana frá upphafi, er hættur við að hætta með landsliðinu.

Forseti Gana, Nana Akufo-Addo, hringdi í Gyan í gær og fékk þennan 33 ára sóknarmann til að hætta við að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Gyan leikur með Kayserispor í Tyrklandi en hann ákvað að hætta með landsliðinu eftir að fyrirliðabandið var tekið af honum.

„Maður verður að hlusta þegar forsetinn talar. Ég mun ekki skorast undan ef ég verð valinn í landsliðið," segir Gyan sem er með 51 mark í 106 landsleikjum.

Gana er að fara í Afríkukeppnina en Andre Ayew var gerður að fyrirliða.

Gyan hefur ekki spilað landsleik síðan í september 2017 en meiðsli hafa hindrað það.
Athugasemdir
banner
banner