Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. maí 2019 12:24
Arnar Daði Arnarsson
Haukur Páll í banni gegn Breiðabliki
Haukur Páll hefur verið að safna gulum spjöldum.
Haukur Páll hefur verið að safna gulum spjöldum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrirliði Íslandsmeistara Vals, Haukur Páll Sigurðsson, tekur út leikbann þegar Valur tekur á móti Breiðabliki í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla næstkomandi sunnudagskvöld.

Haukur Páll hefur fengið fjögur gul spjöld í fyrstu leikjum sumarsins og fékk sitt fjórða í 3-2 tapi Vals gegn FH í síðustu umferð. Hann var í gær úrskuraður í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ.

Haukur er ekki eini leikmaður Pepsi Max-deildarinnar sem tekur út leikbann í 6. umferðinni því varnarmaðurinn, Felix Örn Friðriksson leikmaður ÍBV var einnig úrskurðaður í eins leiks bann eftir að hafa fengið rautt spjald í jafntefli gegn Víkingi R. í síðustu umferð.

Fel­ix miss­ir af leik ÍBV og KA sem fram fer á Greifavelli á laugardaginn.

6. umferðin:

laugardagur 25. maí
16:00 KA-ÍBV (Greifavöllurinn)
16:00 HK-Grindavík (Kórinn)
18:00 Víkingur R.-KR (Eimskipsvöllurinn)

sunnudagur 26. maí
17:00 ÍA-Stjarnan (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)
19:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner