Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 22. maí 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leicester á eftir varnarmanni Luton
James Justin er eftirsóttur
James Justin er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester City er þegar farið að huga að því að finna bakvörð fyrir komandi átök.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, tók við liðinu af Claude Puel og tókst að hafna í níunda sæti með liðið.

Hann vill festa kaup á enska varnarmanninum James Justin en hann spilar með Luton Town.

Justin er 21 árs gamall vinstri bakvörður en getur einnig leyst hægri bakvarðarstöðuna.

Leicester með þá Danny Simpson og Christian Fuchs en félagið er opið fyrir tilboðum í leikmennina. Þá eru mörg félög á höttunum eftir Ben Chilwell.

Justin var í liði ársins í ensku C-deildinni og gæti verið falur fyrir allt að 5 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner