Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. maí 2019 21:12
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pepsi Max-kvenna: Stjarnan hafði betur gegn Fylki
Renae Nicole Cuellar skoraði eitt og lagði upp eitt í 3-1 sigri Stjörnunnar.
Renae Nicole Cuellar skoraði eitt og lagði upp eitt í 3-1 sigri Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 3 - 1 Fylkir
1-0 Renae Nicole Cuellar ('57)
2-0 Diljá Ýr Zomers ('72)
3-0 Jasmín Erla Ingadóttir ('83)
3-1 Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('85)
Lestu nánar um leikinn hér

Fjórðu umferð Pepsi Max-deildar kvenna lauk í kvöld með einum leik, Stjarnan tók þá á móti Fylki á Samsung vellinum í Garðabæ.

Staðan var markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks en í seinni hálfleik voru hins vegar skoruð fjögur mörk.

Renae Nicole Cuellar kom heimakonum í Stjörnunni yfir á 57. mínútu eftir góðan sprett og sendingu frá Hildigunni Ýr Benediktsdóttur. Diljá Ýr Zomers kom inná í lið Stjörnunnar á 71. mínútu og hún var ekki lengi að skora, hún skoraði strax á 72. mínútu og kom heimakonum í 2-0.

Þriðja mark Stjörnunnar kom á 83. mínútu þá skoraði Jasmín Erla Ingadóttir, Renae Nicole Cuellar lagði upp markið, það liðu þó aðeins tvær mínútur þar til Fylkir minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu, Margrét Björg Ástvaldsdóttir skoraði markið.

Stjarnan fer með þessum sigri í 3. sæti deildarinnar og er með níu stig, þremur stigum meira en Fylkir sem situr í 5. sæti.
Athugasemdir
banner
banner