Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. maí 2019 15:33
Elvar Geir Magnússon
Stjóri varaliðs Man Utd rekinn
Ricky Sbragia er fyrrum stjóri Sunderland.
Ricky Sbragia er fyrrum stjóri Sunderland.
Mynd: Getty Images
Ricky Sbragia, stjóri varaliðs Manchester United, er fyrsta fórnarlambið í breytingum á Old Trafford.

Skotinn hefur verið rekinn og er talið að Warren Joyce snúi aftur í starfið. Joyce var yfir varaliðinu í átta ár eða þar til hann hætti 2016 til að taka við hjá Wigan.

Joyce var síðast þjálfari Melbourne City en liðið stóð ekki undir væntingum og hann hætti eftir tímabilið.

Árangur yngri liða Manchester United hefur farið hrakandi og ljóst að breytingarnar verða fleiri.
Athugasemdir
banner
banner
banner