lau 23. maí 2020 07:49
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Heimir Guðjóns og Pepsi Max í útvarpsþættinum
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður stútfullur þáttur á X-inu mill 12 og 14 í dag þegar Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson verða með útvarpsþáttinn Fótbolta.net.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, verður gestur þáttarins en rúmar þrjár vikur eru í að Pepsi Max-deildin hefjist.

Pepsi Max-deildin skipar stóran sess í þættinum því þar verða fyrirliðar liðanna í deildinni skoðaðir auk þess sem valið verður úrvalslið leikmanna sem þurfa að stíga upp í sumar.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, verður síðan á línunni og hann ræðir um endurkomu fótboltans og áhorfendafjöldann í fyrstu umferðunum.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner