Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. maí 2021 17:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Öruggur sigur Augnabliks - Rautt á Dalvík og í Árbænum
Ellert Hreinsson kom inná og skoraði!
Ellert Hreinsson kom inná og skoraði!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fóru fram í þriðju umferði 3. deildar karla í dag. Augnablik tók á móti Sindra, Elliði vann TIndastól og Dalvík/Reynir og Ægir skildu jöfn.

Augnablik vann 4-1 sigur á Sindra en leikið var í Fífunni í Kópavogi.

Breki Barkarson skoraði tvö mörk, bæði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik fyrir Augnablik. staðan 2-0 í hálfleik. Ellert Hreinsson kom inná í hálfleik og skoraði þriðja mark Augnabliks. Orri Fannar Björnsson skoraði síðan fjórða markið. Mark Sindra skoraði Abdul Bangura.

Elliði vann 1-0 sigur á Tindastóli. Ágúst Freyr Hallsson með markið. Hólmar Daði Skúlason leikmaður Tindastóls fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 90. mínútu.

Dalvík/Reynir og Ægir skildu jöfn 1-1 á Dalvík. Cristofer Moises Rolin kom gestunum yfir en Gunnar Darri Bergvinsson jafnaði metin fyrir heimamenn í uppbótartíma. Baldvin Már Borgarson í liði Ægis fékk að líta rauða spjaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner