Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. maí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bróðir Pogba: Vonandi semur hann við Barcelona
Það er alltaf umræða um framtíð Pogba.
Það er alltaf umræða um framtíð Pogba.
Mynd: Getty Images
Það er alltaf umræða um framtíð Paul Pogba, miðjumanns Manchester United.

Samningur hans við Man Utd rennur út eftir næstu leiktíð og það er spurning hvort United selji hann í sumar til að fá einhvern pening fyrir hann.

Umboðsmaður Pogba, Mino Raiola, sagði undir lok síðasta árs að veru franska landsliðsmannsins hjá Man Utd væri að ljúka. Hvort það sé satt, það kemur örugglega í ljós í sumar.

Bróðir Pogba, Mathias, hefur verið að ræða við spænska fjölmiðla um framtíð bróður síns. Hann lét hafa það eftir sér að hann vonaðist til þess að Pogba myndi semja við Barcelona, en hann hefur verið sterklega orðaður við bæði Barcelona og Real Madrid.

„Vonandi semur hann við Barcelona," sagði Mathias Pogba við El Chiringuito.
Athugasemdir
banner
banner