Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. maí 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Celtic, landsliðsdraumurinn og kartöflur - „Langar að komast á hærra level"
Liðsheildin lykillinn að árangri Selfoss
Mikill heiður að fá að spila fyrir hönd Íslands
Mikill heiður að fá að spila fyrir hönd Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var svolítið að angra okkur á tímabilinu
Það var svolítið að angra okkur á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mjög gaman að fá þennan áhuga frá Celtic
Það var mjög gaman að fá þennan áhuga frá Celtic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég myndi alveg skoða það en er einnig opin fyrir öðrum tækifærum
Ég myndi alveg skoða það en er einnig opin fyrir öðrum tækifærum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
En auðvitað langar mig alltaf að komast á hærra level og fá aðra og stærri áskorun
En auðvitað langar mig alltaf að komast á hærra level og fá aðra og stærri áskorun
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það var geggjað að Magdalena hafi verið valin í þennan æfingahóp
Það var geggjað að Magdalena hafi verið valin í þennan æfingahóp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug getur náð eins langt og hún vill
Áslaug getur náð eins langt og hún vill
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára Sól Gísladóttir er landsliðskona og lykilmaður í liði Selfoss. Hún lék síðasta haust sinn fyrsta landsleik og kom inn í sínum öðrum landsleik í desember.

Hún hefur leikið allar 360 mínúturnar til þessa í deildinni með Selfossi sem er á toppi Pepsi Max-deildarinnar, með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Fótbolti.net birti viðtal við Barbáru fyrir tímabilið í fyrra og var aftur haft samband við hana á dögunum.

Sjá einnig:
Barbára í hinni hliðinni
Barbára: Dreymt um atvinnumennsku frá því ég var lítil (4. maí '20)

Síðasta tímabil lærdómsríkt
Selfoss endaði í 4. sæti deildarinnar en stefnan var sett hærra. Hvað var það sem fór úrskeiðis?

„Mótið gekk ekki alveg eins vel og við vildum, markmiðið okkar var að enda ofar í töflunni. En tímabilið í fyrra var alls ekki slæmt í heild sinni, þetta féll bara ekki alveg með okkur," sagði Barbára.

„Við vorum með mjög sterkt og gott lið og hefðum getað unnið hvaða lið sem er. Við vorum svolítið lengi að púsla liðinu saman og það var svolítið að angra okkur á tímabilinu."

Varstu sátt með eigin frammistöðu?

„Frammistaða mín var ekki sú besta og á ég mikið inni. Þetta sumar var hinsvegar mjög lærdómsríkt, það voru margir reyndir leikmenn sem komu inn í liðið og kenndu mér margt."

Geggjað að láta drauma sína verða að veruleika
Að landsliðinu, hvernig var að vera valin í landsliðið í fyrra?

„Það hefur alltaf verið markmið hjá mér síðan ég var lítil að vera í A landsliðinu. Það var geggjað að fá kallið inn í A landsliðið og láta drauma sína verða að veruleika."

Hvernig var svo að spila fyrsta leikinn gegn Lettlandi? Öðruvísi en að spila með Selfossi?

„Mér leið mjög vel að koma inn á móti Lettum, mikill heiður að fá að spila fyrir hönd Íslands. Ég fann ekki fyrir miklu stressi en það var smá fiðringur í maganum sem fór um leið og ég kom inn á. Ég átti bara að spila minn leik og mér var sagt að þetta væri bara fótboltaleikur. Það voru mun meiri gæði og meiri hraði að spila fyrir landliðið en Selfoss."

Fyrst spenna og stress en svo fagnað vel og lengi
Mínúturnar áður en sætið á EM var tryggt, hvernig var að bíða eftir því hvort liðið kæmist á EM?

„Það var mikil spenna og stress að bíða eftir niðurstöðu um það hvort við myndum komast á EM en svo var fagnað vel og lengi eftir að við fengum staðfest að við værum komnar á EM."

Var súrt að missa af landsleikjunum núna í apríl vegna meiðsla?

„Það er alltaf súrt að missa af landsleikjum vegna meiðsla, en ég kem bara sterkari og betri til baka upp úr þeim."

Átti að fara til Celtic
Hvernig hefur veturinn verið, eitthvað um meiðsli?

„Það hafa verið eitthvað um meiðsli í vetur en ekkert meira en vanalega, það eru allar komnar á gott strik núna og er liðið byrjað að slípast saman."

Hvernig var að fá þennan áhuga frá Celtic?

„Það var mjög gaman að fá þennan áhuga frá Celtic, og var ég orðin mjög spennt að fara út."

Hvernig þróuðust þau mál, af hverju fórstu ekki út?

„Það var ákveðið daginn áður en ég átti flug út að ég færi ekki til Celtic. Það var mikil óvissa úti og var allt að skella í lás um þennan tíma, deildinni var svo frestað tveimur dögum eftir að ég frétti að ég væri ekki að fara út."

Var svekkjandi að fara ekki til Skotlands?

„Já, það var mjög svekkjandi að fara ekki til Skotlands, hefði verið mikil og skemmtileg reynsla."

Er það eitthvað sem þú myndir skoða ef það kæmi upp í haust?

„Ég myndi alveg skoða það en er einnig opin fyrir öðrum tækifærum,"

Geggjað að Magdalena hafi verið valin
Barbára var valin í æfingahóp A-landsliðsins í vetur. Hver var best á þessum æfingum og hvernig líst þér á nýja landsliðsþjálfarann?

„Mér líst mjög vel á Steina nýja landsliðsþjálfarann og það voru margar mjög góðar á þessum æfingum í vetur."

Samherji þinn, Magdalena Anna Reimus, var einnig valin. Gaman að sjá það?

„Það var geggjað að Magdalena hafi verið valin í þennan æfingahóp, en hún var því miður meidd á ökkla og náði ekki að taka þátt á æfingunum."

Getur náð eins langt og hún vill
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir er átján ára miðvörður í liði Selfoss sem er á sinni þriðju leiktíð í efstu deild (+3 leikir 2018). Hvernig leikmaður er hún?

„Áslaug er mjög góð í fótbolta, hún er góð með boltann og er mjög yfirveguð á vellinum. Það er mjög þægilegt að spila við hliðina á Áslaugu, það er alltaf hægt að treysta á hana og maður veit bara að hún er alltaf tilbúin í cover," sagði Barbára.

Hvað getur hún náð langt?

„Áslaug getur náð eins langt og hún vill."

Er einhver önnur ung og upprennandi í liðinu sem knattspyrnuaðdáendur eiga að fylgjast með hjá Selfossi í sumar?

„Ég mæli með að fylgjast með Katrínu Ágústdóttur, hún er fædd árið 2005 og er mjög efnilegur sóknarmaður," sagði Barbára.

Langar auðvitað á stærra svið
Þú framlengdir samninginn þinn við Selfoss í vetur. Kom til greina að framlengja ekki við Selfoss og skoða sig um annars staðar?

„Ég var samningsbundin Selfossi þegar ég skrifaði undir nýjan samning, átti ár eftir af gamla samningum mínum."

„En auðvitað langar mig alltaf að komast á hærra level og fá aðra og stærri áskorun."


Misst þrjá lykilmenn en fengið inn góða útlendinga
Selfoss missti þrjá íslenska lykilmenn frá síðasta tímabil. Anna Björk Kristjánsdóttir hélt til Frakklands, Dagný Brynjarsdóttir fór til Englands og Clara Sigurðardóttir fór heim til Vestmannaeyja. Þá ætlaði Hólmfríður Magnúsdóttir að hætta en hætti við það.

Er mikill missir af þessum leikmönnum?

„Það var mikill missir að missa alla þessa stóru leikmenn úr liðinu og var frekar erfitt að fylla í þeirra skarð. Fríða kom til baka og er hún búin að styrkja liðið helling og er lykilleikmaður í okkar liði."

Hvernig hafið þið fyllt í þeirra skörð?

„Við höfum fengið nokkra mjög góða útlendinga sem styrkja liðið helling."

Gefast aldrei upp
Selfoss er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Hver er lykillinn?

„Mér finnst liðsheildin skipta miklu máli, við treystum á hver aðra og spilum saman sem lið, gefumst aldrei upp."

Hvað þurfið þið sem lið að gera til að halda genginu áfram?

„Við þurfum að halda áfram að bæta okkur sem lið og spila betur og betur saman með hverjum leiknum."

Byrjaði að telja Macros
Eitt af svörum Barbáru í hinni hliðinni vakti athygli fréttaritara. Hún sagðist ekki borða kartöflur, af hverju?

„Mér hefur aldrei fundist kartöflur góðar, en ég byrjaði að borða þær fyrir u.þ.b. sjö mánuðum þegar ég fór að telja Macros hjá Inga Torfa," sagði Barbára.
Athugasemdir
banner
banner
banner