Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   lau 22. maí 2021 19:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Þór: Þessi margfræga síðasta sending sem var að klikka hjá okkur
Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH.
Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH fengu KR í heimsókn í Kaplakrika þegar 5.umferð Pepsi Max deildar karla lauk í dag.

FH hafði fyrir leikinn verið í gríðarlega harðri baráttu um toppsætið í deildinni en misstigu sig í þeirri baráttu í dag þar sem KR hafði betur 0-2 með mörkum frá Ægi Jarl Jónassyni og Pálma Rafn Pálmasyni.

„Súrt en við vorum bara ekki nógu góðir í dag." Sagði Davíð Þór Viðarsson aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leikinn gegn KR í dag.

Lestu um leikinn: FH 0 -  2 KR

„Við lendum nátturlega undir snemma og erun að elta leikinn en mér fynnst við síðari hluta fyrri hálfleiks og byrjun seinni hálfleiks vera spila bara nokkuð vel og koma okkur í ákjósanlegar stöður til að búa til eitthvað en það vantaði smá gæði á síðasta þriðjung og þar er þessi margfræga síðasta sending sem var að klikka hjá okkur í dag."

Aðspurður um hvað það væri jákvætt sem FH gæti tekið úr þessum leik var Davíð Þór í vandræðum með að finna svar.
„Akkurat núna þá sé ég ekkert rosalega mikið jákvætt við þetta, ég meina við erum í þessu til að vinna leiki og við ætluðum að halda okkur á toppnum þannig akkurat núna sé ég ekki mikið jákvætt en ef þú hringir í mig á morgun þá er ég kannski búin að finna einhverja jákvæða puntka."

Landsliðshópur Íslands fyrir komandi verkefni var tilkynnur í gær og eiga FH tvo fulltrúa í þeim hóp, þá Þórir Jóhann Helgason og Hörð Inga Gunnarsson og reiknar Davíð Þór með að þeir fari í það verkefni.
„Það held ég. Ég held að það sé búið að leysa þetta allavega hjá okkur að Þórir Jóhann og Hörður Ingi fái að fara í þennan landsleik og það er mikill heiður fyrir þá og eitthvað sem þeir eiga svo sannarlega skilið."

Nánar er rætt við Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfara FH í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner