Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. maí 2021 19:30
Victor Pálsson
Flick staðfestir viðræður við þýska landsliðið
Mynd: Getty Images
Hansi Flick hefur staðfest að hann sé búinn að ræða við þýska knattspyrnusambandið um að taka við Þýskalandi eftir EM í sumar.

Flick er að kveðja lið Bayern Munchen og er talinn líklegur til að taka við af Joachim Low sem hefur stýrt liðinu undanfarin 15 ár.

Flick þekkir landsliðið afar vel en hann var einmitt aðstoðarþjálfari Low í landsliðinu frá 2006 til ársins 2014.

Það er búið að staðfesta brottför Low eftir mótið í sumar og verður það líklega Flick sem tekur við taumunum.

„Ég hef rætt við þýska sambandið og allir vita hvað mér finnst um landsliðið," sagði Flick.

„Það þarf hins vegar að sjá um smáatriðin. Þegar allt er tilbúið er hægt að tilkynna það fljótlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner