lau 22. maí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gaman fyrir hann og gaman fyrir félagið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason var í gær valinn í A-landsliðshóp í fyrsta sinn. Þessi miðvörður KA hefur farið vel af stað á þessu Íslandsmóti. Það vakti umtal í vetur þegar hann var ekki hluti af U21 landsliðinu en nú kom kallið frá A-landsliðinu fyrir komandi verkefni.

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var spurður út í valið eftir leik gegn Víkingi í gær.

„Já, auðvitað er ég ánægður með það. Það er verið að verðlauna fyrir góða frammistöðu. Hann stóð sig mjög vel í fyrra og byrjar þetta tímabil mjög vel. Ég held að þetta sé viðurkenning fyrir það og auðvitað hjálpar það að liðinu hefur gengið vel og hafi fengið á sig lítið af mörkum. Hann á stóran þátt í því."

„Það er alltaf gaman, gaman fyrir hann og gaman fyrir félagið,"
sagði Arnar. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

Lestu um leikinn: KA 0 - 1 Víkingur R.

Næsti leikur KA er gegn Stjörnunni á mánudag.
Addi: Átt aldrei möguleika á að skora ef þú hittir ekki markið
Athugasemdir
banner