Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. maí 2021 21:31
Victor Pálsson
Ítalía: Sampdoria og Genoa enda á sigrum
Mynd: Getty Images
Það fóru fram þrír leikir í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld en lokaumferðin klárast nú um helgina.

Það er komið á hreint hvaða lið eru á leið niður en það eru Benevento, Crotone og Parma. Parma og Crotone áttu leiki í dag.

Crotone gerði markalaust jafntefli heima við Fiorentina og tapaði Parma sannfærandi 3-0 gegn Sampdoria.

Þriðji leikurinn var viðureign Cagliari og Genoa en þar vann Genoa 1-0 útisigur og situr í 11. sæti deildarinnar.

Það er lítið til að berjast um fyrir flest lið deildarinnar en Roma og Sassuolo geta ennþá bæði náð sjötta sætinu.

Juventus, Napoli og AC Milan berjast þá um Meistaradeildarsæti en þau eiga öll leiki á morgun.
Crotone 0 - 0 Fiorentina

Cagliari 0 - 1 Genoa
0-1 Eldor Shomurodov ('15 )
Rautt spjald: Valon Behrami, Genoa ('83)

Sampdoria 3 - 0 Parma
1-0 Fabio Quagliarella ('20 )
2-0 Omar Colley ('44 )
3-0 Manolo Gabbiadini ('64 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner