Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 22. maí 2021 14:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jói Kalli um rauðu spjöldin: Leggjum ekki upp með að meiða menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur Flosason
Hallur Flosason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA vann HK í dag 1-3 í Kórnum í Pepsi Max deild karla. HK-ingar komust yfir snemma leiks með marki frá Arnþóri Ara Atlasyni en skagamenn komu til baka og skoruðu þrjú mörk.

Hallur Flosason fékk rautt spjald í gær. Það var þriðja rauða spjald liðsins í fyrstu fimm leikjunum í Pepsi Max deild karla í sumar.

„Hallur Floason fékk fyrst gult spjald fyrir harkalegt brot á Valgeiri Valgeirs en spjaldinu var breytt í rautt spjald," skrifaði Brynjar Óli Ágústsson í textalýsingu frá leknum.

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA segir að þeir hafi verið óheppnir með sum spjöldin.

„Ég held að við höfum verið pínu óheppnir í hluta af þessum spjöldum. Þrjú rauð spjöld er náttúrulega allt of mikið og ekki eitthvað sem við erum að leggja upp með. Einhver skipti fannst mér fyrra gula spjaldið í eitthvað af þessum þremur ekki vera réttlætanlegt en bæði skiptin hafa seinni gulu verið réttlætanleg þannig þegar að uppi er staðið eru þetta sanngjörn rauð spjöld."

Jói Kalli segir Skagamenn ekki leggja upp með að meiða menn.

„Held það sé meiri óheppni í Halli Flosa í dag að vera aðeins of seinn, það var engin fólska í þessu hjá honum. Valgeir er nátturulega kvikur og frár á fæti, það var meiri óheppni í því. Þetta er ekki eitthvað sem við erum að leggja upp með, við erum að reyna að vera erfiðir að eiga við en við erum ekki að reyna leggja upp með að meiða nokkurn mann inná fótboltavelli."

Þannig þér fannst hann ekki eiga skilið rautt spjald í dag?

„Það er svo erfitt fyrir mig að sjá það, ég ræddi aðeins við dómara leiksins þegar við röltum saman hér eftir leikinn. Hann var alveg á því að þetta væri rautt spjald en ég var ekki í neinni stöðu til að sjá það, ég verð nátturulega bara að trúa því að hann hafi rétt fyrir sér."
Jói Kalli: Við hefðum getað spilað betur
Athugasemdir
banner
banner
banner