Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 22. maí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Júlli að stimpla sig inn sem einn af bestu miðjumönnum deildarinnar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, fyrirliði Víkings, var til viðtals eftir 0-1 útisigur á KA á Dalvíkurvelli í gær. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins eftir flottan sprett frá Júlíusi Magnússyni.

„Kári vinnur boltann, finnur Júlíus sem sendir á Dóra úti á hægri kantinum og Júlíus heldur hlaupinu áfram. (Júlíus) Fær boltann inn á teignum frá Dóra og finnur Nikolaj fyrir miðju marki. Nikolaj skorar með skoti af stuttu færi. Einhverjir KA menn vildu rangstöðu en sýndist Dusan spila menn réttstæða," skrifaði undirritaður í textalýsingu frá leiknum.

Hvernig upplifði Kári markið?

„Þetta var í rauninni góð skyndisókn. Við náðum að vinna boltann á miðjunni og komum honum hratt í leik. Svo er Júlli að sýna að hann er með rosaleg gæði og er að establish-era sig sem einn af bestu miðjumönnum deildarinnar. Hann gerði gríðarlega vel, fær boltann, gefur hann út á kant, fær hann aftur og finnur Nikolaj inn í teig, þar sem Nikolaj er banvænn," sagði Kári. Undirritaður valdi Júlíus besta mann leiksins.

Viðtalið við Kára má í heild sinni sjá hér að neðan.

Lestu um leikinn: KA 0 - 1 Víkingur R.

Næsti leikur toppliðs Víkings er gegn Fylki á þriðjudag.
Kári Árna: Ætla ekki að fara að gefa upp okkar leyndarmál
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner