Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. maí 2021 12:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kepa og Tammy í skiptum fyrir Kane? - Hver tekur við Wolves?
Powerade
Tammy til Spurs?
Tammy til Spurs?
Mynd: Getty Images
Hættir Bale næsta sumar?
Hættir Bale næsta sumar?
Mynd: EPA
Laugardagsslúðrið er tekið saman af BBC og er í boði Powerade.



Chelsea er tilbúið að selja leikmen til að fjármagna kaup á Harry Kane (27). Tammy Abraham (23) og Kepa Arrizabalaga (26) eru sagðir geta komið upp í verðmiðann á Kane. (ESPN)

Manchester City mun fara í viðræður við Raheem Sterling (26) um nýjan samning í sumar þrátt fyrir að Sterling sé ekki lengur lykilleikmaður. (Telegraph)

Sergio Aguero (32) hefur náð samkomulagi um tveggja ára samning við Barcelona. (Guardian)

Sead Kolasinac (27) mun fara frá Arsenal í sumar. Schalke og Lazio hafa mestan áhuga. (Football.London)

Real Madrid eru tilbúnir að kaupa Kylian Mbappe (22) frá PSG. (Marca)

Arsenal og Aston Villa hafa áhuga á Emiliano Buendia (24) leikstjórnanda Norwich. Buendia er talinn kosta 35-40 milljónir punda. (Sky Sports)

Wolves er í viðræðum við Bruno Lage, fyrrum stjóra Benfica, um að taka við af Nuno Espiritio Santo sem hættir eftir leikinn á morgun. (Guardian

Wolves horfir einnig í Paulo Fonseca sem hættir með Roma í sumar. (Mirror)

Tottenham ætlar að reyna fá Brendan Rodgers (48) til að taka við stjórnartaumunum hjá félaginu í sumar ef Rodgers nær ekki Meistaradeildarsæti með Leicester. (Sun)

Gareth Bale (31) er að íhuga að leggja skóna á hilluna næsta sumar þegar samningur hans við Real Madrid rennur út. (AS)

Leeds hefur hafið viðræður við Man CIty um kaup á Jack Harrison (24) sem er á láni hjá Leeds frá City. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner