Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 22. maí 2021 16:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Öruggir sigrar hjá FH og Aftureldingu
Lengjudeildin
Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom FH stúlkum á bragðið
Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom FH stúlkum á bragðið
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þriðja umferð Lengjudeildar kvenna lauk í dag. FH vann öruggan 4-1 sigur á Augnablik og Afturelding vann HK.

FH var komið í 3-0 eftir 25. mínútna leik með mörkum frá Elísu Lönu Sigurjónsdóttur, Sunnevu Hrönn Sigurvinsdóttur og Elínu Björgi Norðfjörð Símonardóttur.

Sigrún Ella Einarsdóttir bætti svo fjórða markinu við áður en Júlía Katrín Baldvinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Augnablik þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum.

Afturelding var ekki í vandræðum með HK en þær sigruðu með sex mörkum gegn tveimur.

Afturelding er á toppi deildarinnar með 7 stig, FH í þriðja með sex stig, Augnablik í sjöunda sæti með þrjú stig og HK neðst með eitt stig.

Augnablik 1 - 4 FH
0-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('7 )
0-2 Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('11 )
0-3 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('25 )
0-4 Sigrún Ella Einarsdóttir ('78 )
1-4 Júlía Katrín Baldvinsdóttir ('87 )

Afturelding 6-2 HK
Athugasemdir
banner
banner
banner