Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. maí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Núll stig fyrir frumleika" að velja Glódísi í lið vikunnar
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir er búin að eiga magnað tímabil í sænsku úrvalsdeildinni til þessa.

Rosengård er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki og Glódís hefur spilað frábærlega í hjarta varnarinnar hjá liðinu.

Glódís var í liði vikunnar hjá Aftonbladet í vikunni og er það ekki í fyrsta sinn á tímabilinu sem það gerist.

„Núll stig fyrir frumleika en hvað er hægt að gera þegar Íslendingurinn er best í vörninni hjá Rosengård leik eftir leik?" segir í umsögn Aftonbladet um Glódísi en Rosengård hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fimm leikjunum.

Annar Íslendingur kemst í lið vikunnar en það er Berglind Rós Ágústsdóttir sem er á sínu fyrsta tímabili í Svíþjóð. Hún kom til Örebro frá Fylki fyrir tímabilið.

„Þjálfari Örebro, Rickard Johansson, heldur því fram að leikgreining sýni að Íslendingurinn hafi verið best af öllum í síðustu umferð," segir í umsögn Aftonbladet en þar segir jafnframt að Berglind hafi sýnt yfirburði á miðjunni gegn Piteå.

Frábært að sjá þetta en grein Aftonbladet má nálgast hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner