Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 22. maí 2021 17:55
Victor Pálsson
Pepsi Max-deildin: KR vann FH í Kaplakrika
Pálmi skoraði eitt.
Pálmi skoraði eitt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 0 - 2 KR
0-1 Ægir Jarl Jónasson ('8 )
0-2 Pálmi Rafn Pálmason ('53 , víti)
Lestu nánar um leikinn hér

FH tapaði sínum fyrsta leik í Pepsi Max-deild karla í dag er liðið spilaði við KR á heimavelli sínum í Kaplakrika.

FH hafði fyrir viðureignina ekki tapað leik og aðeins gert jafntefli við Val í annarri umferð þar sem liðið tapaði stigum.

KR hafði tapað gegn bæði KA og Val hingað til í mótinu en svaraði vel fyrir sig gegn Hafnfirðingum í kvöld.

Fyrra mark leiksins í kvöld skoraði Ægir Jarl Jónasson fyrir KR en það kom eftir hornspyrnu strax á áttundu mínútu leiksins.

Atli Sigurjónsson tók hornspyrnu sem fór beint á kollinn á Ægi sem skallaði knöttinn í netið.

Kjartan Henry Finnbogason féll svo í teignum fyrir KR-inga á 53. mínútu og vítaspyrna dæmd. Pálmi Rafn Pálmason steig á punktinn til að tryggja 2-0 sigur.

FH er í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig og situr KR í því sjötta með sjö.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner