Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. maí 2021 21:20
Victor Pálsson
Segir að Bayern geti ekki fengið Haaland
Mynd: EPA
Það er ekki möguleiki fyrir Bayern Munchen að kaupa Erling Haaland, leikmann Borussia Dortmund, sem er á óskalista flestra stórliða í Evrópu.

Haaland hefur staðið sig frábærlega með Dortmund og er því orðaður við mörg af bestu liðum heims og þar á meðal Bayern.

Að sögn Babel geta aðeins nokkur lið keypt þennan magnaða leikmann en þau spila öll í ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt Babel myndi það kosta í kringum 500-600 milljónir evra að kaupa Haaland en þar er tekinn með kostnaður umboðsmanns sem og launapakki.

„Eina landið sem getur keypt Haaland þessa stundina er England, peningarnir þar eru öðruvísi," sagði Babbel.

„Það er ekki möguleiki fyrir Bayern að fá hann því hann kostar á milli 140 til 180 milljónir evra, þeir geta ekki borgað það. Þessi pakki er of dýr."

„Mino Raiola er ekki ódýrasti umboðsmaður heims og hann vill líka fá vel borgað. Ef þú borgar svona mikið þarf hann að vera launahæsti leikmaður liðsins. Þessi pakki kostar í kringum 500-600 milljónir evra og Bayern getur ekki borgað það."
Athugasemdir
banner
banner
banner