Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. maí 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Síðasta leiktíð var með þeim leiðinlegri sem ég hef spilað"
Með fyrirliðabandið
Með fyrirliðabandið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann er helpeppaður núna þetta tímabilið. Vill bæta upp fyrir síðasta tímabil og er þvílíkur leiðtogi. Hann er í góðu standi og í toppformi. Ég meina það segir sig sjálft að sá sem er númer eitt valinn í landsliðið að þá hlýtur sá aðili að vera besti miðvörður í deildinni þegar hann er í toppstandi. Ég á eftir að hitta mann sem á eftir að rökræða það við mig."

Undirraður ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings fyrir leikinn gegn KA í gær. Hann var spurður hvort Kári Árnason væri besti miðvörður deildarinnar.

Kári var til viðtals eftir leikinn sigurinn KA í gærkvöldi. Hann var spurður út í muninn á þessari leiktíð og þeirri síðustu hjá sér persónulega.

„Síðasta leiktíð var með þeim leiðinlegri sem ég hef spilað. Það var stopp/start og ég var endalaust meiddur. Maður var einhvern veginn alltaf að passa sig, mikilvægir landsleikir handan við hornið og maður meiddist mikið," sagði Kári.

„Ég náði engum takti í neinu og þó ég hafi kannski ekki verið lélegur þá var þetta ekki það sem ég vil af mér leiða. Þess vegna ákvað ég að taka annað síson og vonandi skilja eitthvað eftir hjá mínu félagi," sagði Kári.

Víkingur náði í alls sautján stig í fyrra, fjórum meiraen liðið hefur náð í fyrstu fimm umferðunum í ár.

Viðtalið við Kára má sjá í heild hér að neðan og næsti leikur liðsins er gegn Fylki á þriðjudag.
Kári Árna: Ætla ekki að fara að gefa upp okkar leyndarmál
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner