Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. maí 2021 10:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikkelsen meiddist á nára - „Lítur ekkert sérstaklega vel út"
Thomas Mikkelsen
Thomas Mikkelsen
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks, fór af velli snemma leiks gegn Stjörnunni í gær. Thomas hafði skorað fjögur mörk í fyrstu fjóru umferðunum.

„Mér sýnist hann hafa meiðst á nára, það á eftir að koma í ljós hversu alvarlegt það er en akkúrat núna lítur það ekkert sérstaklega vel út," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks í viðtali eftir leik. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

Eðlileg álagsstýring og stór hópur
Óskar hefur gert svolítið af breytingum milli leikja, hann gerði fjórar breytingar á sínu liði annan leikinn í röð. Hann var spurður hvort hann væri langt frá því að finna sitt rétta lið.

„Rétta lið og rétta lið, veit ekki hvað á segja. Við hofum roterað dálítið, við erum með stóran og breiðan hóp. Við erum með marga leikmenn sem hafa unnið fyrir að spila í þessari deild. Það er spilað þétt og menn verða fyrir hnjaski. Ég myndi halda að þetta sé eðlileg álagsstýring og sú staðreynd að við erum með stóran hóp," sagði Óskar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Stjarnan

Næsti leikur Breiðabliks er gegn ÍA á mánudag.
Óskar Hrafn: Mikill heiður fyrir Gísla og félagið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner