Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. maí 2021 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórsarar áttu að fljúga í gær en vélin bilaði
Lengjudeildin
Flugvél, ekki sú sama og bilaði.
Flugvél, ekki sú sama og bilaði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann 4-1 sigur á Þór í Lengjudeildinni í 3. umferð deildarinnar í gær. Fram er með fullt hús stiga á meðan Þór er með þrjú stig. Þórsarar unnu Grindvíkinga í Boganum en töpuðu gegn Gróttu á Seltjarnarnesi og gegn Fram í Safamýri.

Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, sagði að sögulega gengi Þórsurum ekki mjög vel í Reykjavík. Er það ferðalagið sem spilar inn í?

Lestu um leikinn: Fram 4 - 1 Þór

„Já, svona stundum. Við áttum að fljúga í dag en það flug datt út og við enduðum á að þurfa að keyra með tiltölulega skömmum fyrirvara. Maður er klárlega ferskari að spila eftir flug en eftir keyrslu. Það er ákveðin kúnst að ná að rífa sig í gang eftir sex tíma í rútu."

Af hverju var fluginu aflýst?

„Það bilaði einhver vél, ég kann ekki alveg betri skýringar á þessu. Það var allt fullt í vélinni sem fór á undan þannig það var ekki pláss fyrir okkur."

Voru menn svekktir með það?

„Já, auðvitað er alltaf svekkjandi að kaupa flug sem dettur út. Þeir hljóta að splæsa á okkur annað flug í staðinn," sagði Orri léttur.

Þór mætir Aftureldingu í næsta leik á heimavelli.
Orri Hjaltalín: Alltof margir leikmenn úti á þekju
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner