Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. maí 2021 15:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Lewandowski bætti markametið - Arminia bjargaði sér og Bremen féll
Lewandowski!!! Markametið slegið.
Lewandowski!!! Markametið slegið.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Spennandi loka umferð þýsku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag. Hart var barist á botni deildarinnar og markametið gat fallið.

Augsburg heimsótti Bayern Munchen en Alfreð Finnbogason byrjaði á bekknum en kom inná þegar um korter var eftir af leiknum.

Leiknum lauk með 5-2 sigri heimamanna en mikil spenna var hvort Lewandowski myndi skora og þar með bæta markamet Gerd Muller.

Fyrir leikinn var Lewandowski kominn með 40 deildarmörk en honum vantaði aðeins eitt til að bæta metið. Hann setti síðasta naglann í kistu Augsburg og skoraði fimmta mark liðsins á 90. mínútu og bætti þar með markametið í þýsku úrvalsdeildinni.

Arminia Bielefeld vann glæsilegan 2-0 sigur á Stuttgart en það varð til að þeir björguðu sér frá falli. Köln vann 1-0 sigur á botnliði Schalke og taka því þátt í umspili um sæti í deildinni á næstu leiktíð. Werder Bremen falla eftir 4-2 tap gegn Borussia Munchengladbach.

Bayern 5 - 2 Augsburg
1-0 Jeffrey Gouweleeuw ('9 , sjálfsmark)
2-0 Serge Gnabry ('23 )
2-0 Daniel Caligiuri ('26 , Misnotað víti)
3-0 Joshua Kimmich ('33 )
4-0 Kingsley Coman ('43 )
4-1 Andre Hahn ('67 )
4-2 Florian Niederlechner ('71 )
5-2 Robert Lewandowski ('90 )

Borussia D. 3 - 1 Bayer
1-0 Erling Haland ('5 )
2-0 Marco Reus ('51 )
3-0 Erling Haland ('84 )
3-1 Lars Bender ('90 , víti)

Hoffenheim 2 - 1 Hertha
0-1 Vladimir Darida ('43 )
1-1 Sargis Adamyan ('49 )
2-1 Andrej Kramaric ('90 )

Wolfsburg 2 - 3 Mainz
0-1 Jean-Paul Boetius ('44 )
1-1 Maximilian Philipp ('47 )
1-2 Robin Quaison ('54 )
2-2 Victor Joao ('66 )
2-3 Stefan Bell ('77 )

Eintracht Frankfurt 3 - 1 Freiburg
1-0 Andre Silva ('62 , víti)
1-1 Woo-Yeong Jeong ('76 )
2-1 Almamy Toure ('87 )
3-1 Ragnar Ache ('90 )

Union Berlin 2 - 1 RB Leipzig
0-1 Justin Kluivert ('55 )
1-1 Marvin Friedrich ('67 )
2-1 Max Kruse ('90 )

Koln 1 - 0 Schalke 04
1-0 Sebastiaan Bornauw ('86 )

Werder 2 - 4 Borussia M.
0-1 Lars Stindl ('3 )
0-2 Marcus Thuram ('52 )
0-3 Ramy Bensebaini ('58 )
0-4 Florian Neuhaus ('67 )
1-4 Milot Rashica ('80 )
2-4 Niclas Fullkrug ('83 )

Stuttgart 0 - 2 Arminia Bielefeld
0-1 Fabian Klos ('66 , víti)
0-2 Ritsu Doan ('72 )
Athugasemdir
banner
banner
banner